- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) fagnar á morgun, þriðjudaginn 28. júní, 70 ára afmæli sínu en stofnfundur sambandsins var haldinn þann dag á Eiðum árið 1941.
Af því tilefni hefur stjórn UÍA beint þeim tilmælum til aðildarfélaga að draga UÍA fána að húni þann dag. Slíkur fáni á að vera til í hverju byggðarlagði fjórðungsins á ábyrgð höfuðfélaga sem eru Einherji, Þristur, UMFB, Hrafnkell Freysgoði, Þróttur, Valur, Austri, Höttur, Súlan, Leiknir og Neisti.
Stjórn ÚÍA hefur komið þessari áskorun á framfæri við félögin fyrir nokkru og vonast eftir góðu samstarfi til að gera daginn sem glæsilegastan. Einnig er óskað eftir sendar myndir af fánunum við hún. Formannafundur er haldinn í Austrasalnum á Egilsstöðum að kvöldi afmælisdagsins og hefst klukkan 20.