- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, mánudaginn 6. janúar, var tveggja einstaklinga sem féllu frá yfir hátíðarnar minnst með þakklæti og söknuði.
Þetta voru Björn Magni Björnsson sem lengi starfaði hjá sveitarfélaginu við akstursþjónustu og Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum.
Því má bæta við að aðstandendur Vilhjálms Einarssonar hafa sent frá sér tilkynningu um að sýnt verði frá útför hans í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 10. janúar klukkan 15.