Í gær hófust framkvæmdir við stækkun leikskólans Skógarlands. Byggðar verða tvær deildir sem rúma um 50 nemendur. Í dag eru nemendur skólans tæplega 90 talsins og er því um verulega aukningu að ræða.
Leikskólinn er upphaflega teiknaður sem 6 deilda skóli en fyrir eru 4 deildir ásamt öllum stoðrýmum. Viðbyggingin er 190m² og endanleg heildar stærð skólans verður 1071m². Áætlað er að framkvæmdum ljúki 1. september 2007. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdir komi ekki til með að hafa veruleg áhrif á starfsemi skólans, þar sem stefnt er að umfangsmeiri framkvæmdir verði unnar á sumarleyfistíma leikskólans.