Trjágróður á lóðamörkum


Vilji flestra er að fljótt sé brugðist við með snjómokstur þegar snjóar og allir vilja komast leiðar sinnar ótepptir. Til að auka líkurnar á að svo megi verða, þurfa íbúar að huga að trjágróðri á lóðamörkum sínum. Hæð upp í trjágróður verður að vera að lágmarki þrír og hálfur metri yfir gangstéttum, en fjórir metrar yfir götum, til að snjómosturstæki komist um óhindrað og minni hætta sé á að þau skemmi tré.
Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli til íbúa um að snyrta tré og runna við lóðamörk, eru enn talsvert mörg dæmi um að trjágróður hefti umferð gangandi vegfarenda, hann vaxi yfir umferðarmerki eða hann sé til trafala við snjómokstur.

Næstu daga og vikur munu starfsmenn sveitarfélagsins klippa og saga trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk, þar sem þess er þörf.
Reynt verður að ná samkomulagi við lóðahafa þegar klipping er fyrirhuguð. Ef ekki næst í lóðahafa, eða samkomulag næst ekki, verður trjágróður snyrtur eins og starfsmenn sveitarfélagsins telja nauðsynlegt.


Athugasemdum og ábendingum má koma til verkefnastjóra umhverfismála á netfangið freyr@egilsstadir.is eða í síma 4 700 700.


Skipulags- og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs