Trjágróður á lóðamörkum

Nú er heppilegur tími til að snyrta tré og runna þar sem þörf er á. Íbúar eru því hvattir til að snyrta gróður á lóðum sínum, sérstaklega ef hann nær út fyrir lóðamörk.

Á tímabilinu frá 1. nóvember til  15. apríl 2014, munu starfsmenn sveitarfélagsins klippa/snyrta trjágróður sem hindrar umferð gangandi vegfarenda, vex yfir umferðarmerki eða verður til trafala við snjómokstur.

Reynt verður að ná samkomulagi við lóðahafa þegar klipping er fyrirhuguð. Ef ekki næst í lóðahafa þegar klipping er fyrirhuguð, eða samkomulag næst ekki, verður trjágróður snyrtur eins og starfsmenn sveitarfélagsins telja nauðsynlegt.

Nánari upplýsingar má fá í síma 4700 700 eða með því að senda póst á freyr@egilsstadir.is.

Skipulags- og umhverfissvið Fjótsdalshéraðs