Framundan er heppilegur tími til að snyrta tré og runna þar sem þörf er á. Íbúar eru því hvattir til að snyrta gróður á lóðum sínum, sérstaklega ef hann nær út fyrir lóðamörk.
Víða heftir trjágróður umferð gangandi vegfarenda, vex hann yfir umferðarmerki eða er til trafala við snjómokstur og er lóðahöfum sérstaklega bent á að huga að slíkum stöðum.
Á tímabilinu 1. nóvember nk. til 15. apríl 2014, munu starfsmenn sveitarfélagsins klippa trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk þar sem þess er þörf. Reynt verður að hafa samband við viðkomandi lóðahafa áður en klipping fer fram.
Nánari upplýsingar má fá í síma 4700 700 eða með því að senda póst á freyr@egilsstadir.is.
Skipulags og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.