- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Framundan er heppilegur tími til að snyrta tré og runna þar sem þörf er á. Íbúar eru því hvattir til að snyrta gróður á lóðum sínum, sérstaklega ef hann nær út fyrir lóðamörk.
Víða heftir trjágróður umferð gangandi vegfarenda, vex hann yfir umferðarmerki eða er til trafala við snjómokstur og er lóðahöfum sérstaklega bent á að huga að slíkum stöðum.
Á tímabilinu 1. nóvember nk. til 15. apríl 2014, munu starfsmenn sveitarfélagsins klippa trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk þar sem þess er þörf. Reynt verður að hafa samband við viðkomandi lóðahafa áður en klipping fer fram.
Nánari upplýsingar má fá í síma 4700 700 eða með því að senda póst á freyr@egilsstadir.is.
Skipulags og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.