Torfbær reistur við Safnahúsið

Föstudaginn 28. maí hefst nokkurra daga samstarfsverkefni Minjasafns Austurlands og áhugasamra nemenda í 8. bekkjum Egilsstaðaskóla. Nemendur munu reisa líkan af torfbæ á lóð Safnahússins.Vinnan hefst á ferð í Galtastaði fram í Hróarstungu þar sem hópurinn skoðar bæinn og gerir sér skýrari mynd af umhverfi hans. Síðan skiptast nemendur í tvo hópa. Annar hópurinn sér um byggingarvinnuna, þ.e. að búa til framhlið, hlaða og tyrfa yfir. Hinn hópurinn sér um upplýsingavinnu fyrir skiltagerð auk fjölmiðlavinnu og opnunarhátíðar. Nemendur vinna á skólatíma mánudaginn 31.maí til miðvikudagsins 2.júní og eru íbúar velkomnir að líta við og sjá hvernig miðar. Allir eru hvattir til að fylgjast með hvenær opnunarhátíð verður auglýst og láta sig ekki vanta.