Galtastaðir fram er torfbær í Hróarstungu og hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins. Verkefnið byrjaði á því að nemendur Egilsstaðaskóla heimsóttu bæinn og unnu að því loknu í nokkra daga að byggingu líkansins sem er um 1/3 af stærð frummyndarinnar. Þau smíðuðu þil, mældu út stærð bæjarins, hlóðu veggi og lögðu torfið auk þess sem sérstakur upplýsingahópur vann texta og myndefni á skilti, undirbjó opnunarhátíðina og vöktu athygli fjölmiðla á verkefninu.
Almennt gerðu nemendur góðan róm að verkefninu og áhuginn var svo mikill að þegar ljóst var að ekki næðist að ljúka verkinu á þeim tíma sem fyrirhugaður hafði verið komu þau á frídegi sínum til að ná að ljúka því. Í ávarpi sínu lagði forseti Íslands áherslu á mikilvægi torfbæjarins í menningararfi okkar og lýsti ánægju sinni með verkefnið sem væri einmitt til þess fallið að vekja frekar áhuga fólks á sögu og merkingu þessara merku bygginga. Einnig ræddi hann um fjölgun ýmissa safna á Íslandi og því samstarfi sem nú er að aukast á milli þeirra og skóla.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.