Tónlistarskólinn á Egilsstöðum

Út er komið fréttabréf Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Fyrirhugað var að gefa út fréttabréf í lok hverrar annar. Það fórst fyrir í vor, en úr því hefur verið bætt nú og má lesa bréfið hér

Að auki er í fréttabréfinu fjallað um komandi önn og eru nemendur og foreldrar beðnir um að kynna sér það. Kennsla hófst í dag 25. ágúst. Fyrsta vikan er nokkuð óhefðbundin og er notuð til að hitta nemendur og gera kennsluáætlun en kennsla hefst skv. stundarskrá mánudaginn 1. september.