Tónleikar í Sláturhúsinu í kvöld

Hjómsveitirnar Nevolution og Canora ásamt Elysium leika á tónleikum sem haldnir verða fimmtudagskvöldið 15. febrúar, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Nevolution frá Akureyri og Canora frá Reykjavík eru á hljómleikaferðalagi um landið, meðal annars til að fylgja eftir geisladiski sem Nevolution gaf út á síðasta ári. Meðlimir Elysium eru frá Egilsstöðum. Tónleikarnir hefjast kl. 19.00 og eru fyrir 13 ára og eldri. Miðaverð er kr. 1.000.