Síðustu ár hafa þær tómstundir sem í boði eru á Fljótsdalshéraði verið teknar saman í bæklingana Sumarfjör og Vetrarfjör. Bæklingarnir hafa verið misjafnlega veglegir og hafa ýmist verið gefnir út eingöngu á vef eða bornir í hús.
Í ár, sem eins og við vitum hefur verið alveg fordæmalaust, var orðið allt of seint að hugsa um að safna upplýsingum, brjóta um, prenta og dreifa bæklingi þegar lá fyrir hvernig mætti haga æfingum og tómstundastarfi barna og unglinga í sumar.
Sem betur fer var hægt að fá upp settan, í miklum flýti, flottan tómstundavef að fyrirmynd snillinganna í Reykjanesbæ og er það von okkar að hann muni nýtast okkur vel á næstu árum. Það sem slíkur vefur hefur fram yfir bæklingana er að hægt er að bæta við hann á mjög auðveldan hátt og því á þar að vera hægt að finna allar þær tómstundir sem í boði eru í sveitarfélaginu á hverjum tíma. Eins er auðvelt að laga hvers kyns ásláttar- og staðreyndavillur sem erfitt er að eiga við þegar búið er að dreifa prentuðum bæklingum í hús.
Eru íbúar Fljótsdalshéraðs hvattir til þess að kíkja á vefinn og sjá það fjölbreytta starf sem í boði er fyrir börnin okkar og ungmennin.
Bein slóð á vefinn er tomstundir.fljotsdalsherad.is en hann er einnig hægt að finna undir flipanum Þjónusta hér á síðunni.
https://tomstundir.fljotsdalsherad.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.