Tölvunámskeið fyrir íbúa af erlendum uppruna

Fljótsdalshérað styrkir nú á vorönn Þekkingarnet Austurlands til að halda tölvunámskeið fyrir íbúa sveitarfélagsins sem eru af erlendum uppruna, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið miðar að því að aðstoða þátttakendur við að afla sér upplýsinga um ýmis atriði sem geta verið hjálpleg til að aðlagast íslensku samfélagi, ... sem og að geta fylgst með því sem gerist í þeirra heimalandi.
 
Námskeiðið er 3 kennslustundir og geta 12 nemendur komið á hvert námskeið, sem haldið verður á mánudögum í febrúar og mars. Alls verður boðið upp á 6 hópa þannig að hægt verður að taka á móti 72 nemendum. Sveitarfélagið hefur einnig komið upp tölvu á Bókasafni Héraðsbúa sem sérstaklega er ætlað erlendum íbúum til upplýsingarleitar.