Tjörnin í Tjarnargarðinum hreinsuð

Hreinsun á tjörninni í Tjarnargarðinum er nú lokið og vatn tekið að streyma í hana að nýju. Í upphafi sumars var skrúfað fyrir innstreymi í tjörnina en það hafði lítil áhrif á vatnshæðina. Þann 4. ágúst var því ráðist í að dæla vatninu úr tjörninni. Að því loknu hófust nemendur og starfsmenn Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs handa við að fjarlægja þann gróður sem vaxið hefur í botni tjarnarinnar undanfarin ár. Nú er hreinsuninni lokið og tjörnin að taka á sig bætt útlit.