Leikskólinn Tjarnarland hefur verið tilnefndur til svo kallaðra foreldraverðlauna, en árlega veita Heimili og skóli – landssamtök foreldra þessi verðlaun til þeirra sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum til að efla samstarf foreldra og kennara eða koma þessum aðilum vel.
Í ár bárust 35 tilnefningar vegna þessara verðlauna og var leikskólinn Tjaranrland þar á meðal. Fram kemur í tilkynningu fram landssamtökunum að tilnefningin sé fyrir foreldrasamvinnu og hefðir í skólastarfi. Eins og fram kemur á heimasíðu leikskólans er starfsfólk ánægt og stolt með tilnefninguna.