Tjarnarland hlýtur styrk

Leikskólinn Tjarnarland hlaut á dögunum 1,4 milljóna króna styrk úr Sprotasjóði til verkefnisins ,,Betri bær – list án landamæra“. Þar er um að ræða samstarfsverkefni Tjarnarlands við Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði og Stólpa - hæfing og iðja fyrir fatlaða. Hlutverk Sprotasjóðs, sem er sjóður innan mennta- og menningarráðuneytisins, er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga.

Markmið verkefnisins er meðal annars að skapa aukna fjölbreytni í skólastarfi, auka tengsl milli ólíkra þjóðfélagshópa með áherslu á gagnkvæma virðingu, auka víðsýni og umburðarlyndi þeirra sem koma að starfinu og styrkja þannig innviði samfélagsins. Verkefnið hefst formlega í byrjun næsta skólaárs.