Tinna í 3. sæti í Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir stóð sig vel í Nýsköpunarkeppni grunnskóla og hafnaði í þriðja sæti fyrir hugmynd sína sem var sjálfsskipt kökuform.

Vinnusmiðja nýsköpunarkeppninnar var haldin um síðustu helgi. Tinnu, sem var í 10. bekk í Egilsstaðaskóla í fyrra, var boðið til þátttöku í smiðjunni ásamt 39 öðrum sem valin höfðu verið úr hópi 1872 umsækjenda.

Í vinnusmiðjunni var keppendum gefinn kostur á að útfæra hugmynd sína, útbúa plagat, líkan eða framsetningu sem lýsti hugmyndinni sem best, eins og segir á heimasíðu keppninnar. Verðlaunanefnd mat hugmyndirnar og þær stigahæstu unnu til verðlauna og eins og áður var sagt var kökuform Tinnu talin vera þriðja besta hugmyndin.