Tímabundin breyting á akstursdögum á leið 56 hjá Strætó

Tímabundin breyting verður á akstursdögum leiðar 56 hjá Strætó frá og með 3. mars. Þá verður ekið á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum

Þessi tímabundna breyting er vegna erfiðrar færðar á Möðrudalsöræfum og hefur Vegagerðin ákveðið að fækka mokstursdögum tímabundið þar til færð lagast.

Strætó getur aðeins keyrt þessa leið þá daga sem mokað er og þarf því að breyta akstursdögum sínum tímabundið. Um leið og færð lagast hefst akstur á ný samkvæmt leiðarvísi sem er á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Strætó vonast til þess að þessar breytingar komi sér ekki illa fyrir farþega og að hægt verði að hefja hefðbundin akstur sem fyrst.