Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Fljótsdalshéraðs á Tjarnarlandi, Fljótsdalshéraði. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti og urða allt að 2500 tonn af úrgangi á ári og áframvinna moltu. Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu 16 ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, liggur frammi til kynningar í afgreiðslu bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, Egilsstöðum, til 25. júní 2015.
Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sjá nánar hér og hér. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. júní 2015.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.