Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir flugvöllinn kynnt

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Egilsstaðaflugvöll ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshérað að Lyngási 12 á Egilsstöðum föstudaginn 13. apríl frá kl. 8:00 til 16:00.

Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu sveitarfélagsins eða hér.

Íbúum er með þessu gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við tillöguna og umhverfisskýrsluna.

Athugasemdir ef einhverjar eru óskast sendar Skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en þriðjudaginn 24. apríl 2012, merkt „Egilsstaðaflugvöllur deiliskipulag“.