Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 21.06.2017 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2. Auglýsingin er í samræmi við 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan að nýju deiliskipulagi afmarkast að Höfðaá að austan og norðan, landamerkjum við Ketilsstaði og Stóruvík að sunnan og af Lagarfljóti að vestan. Megin markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrir áformaða gistiþjónustu með 7 nýjum byggingarreitum ásamt aðkomu.

Gögn tillögunar eru aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is og í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir berist á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is eða í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.
Frestur til að leggja fram athugasemdir er til miðvikudagsins 16.ágúst nk.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs