- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með að nýju 4 tillögur að deiliskipulögum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 5.12.2012.
Tillögurnar eru auglýstar að nýju vegna niðurstöðu Úrskurðarnefndar skipulags- og aulindamála í úrskurði nr. 30/2012 í tilteknu máli, og vísað til 3. mgr. 42. gr. skipulagslaga þar sem segir: Birta skal auglýsingu um gildistöku deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda innan þriggja mánaða frá endanlegri afgreiðslu sveitarstjórnar á tillögunni. Hafi slík auglýsing ekki verið birt innan þess frests telst tillagan ógild og fer um hana í samræmi við 41 gr.
Þar sem ofangreindur tímafrestur á auglýsingu ofangreindra deiliskipulagstillagna í B-deild Stjórnartíðinda var of langur, þá eru þær auglýstar að nýju.
Athugasemdir sem bárust við fyrri auglýsingar eru teknar gildar. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum við fyrri auglýsingar þurfa því ekki að skila inn nýjum.
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 12.12.2012 til 23.01.2013. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með miðvikudeginum 23.janúar 2013. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarnefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Fljótsdalshéraði 12.12.2012
skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.