Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi dags. 29.11.2011 og greinargerð dags. 30.11.2011 fyrir þéttbýlið á Hallormsstað, Fljótsdalshéraði, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarráði Fljótsdalshéraðs í umboði bæjarstjórnar þann 11.01.2012.
Skipulagssvæðið afmarkast af Lagarfljóti að vestan frá Atlavíkurkletti ytri að Þurshöfðavík. Þaðan með brúnum Hólabarða fyrir ofan Hússtjórnarskólatúnin og um brúnir Neðri Kistukletta að Sölvakletti og þaðan beina línu í Atlavíkurklett ytri. Skipulagssvæðið er um 104 ha. að stærð. Deiliskipulagstillagan felur í sér skipulag fyrir þéttbýlið Hallormsstað.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 18. janúar til 7. mars 2012. Þeim, sem eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með miðvikudaginn 7. mars 2012. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og mannvirkjanefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Fljótsdalshéraði 18.01.2012
skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs