- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun, Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun, Fljótsdalshéraði skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 04.03.2015
Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjalínum sunnantil og uppistöðulóni og árfarvegi Gilsár að vestan, norðan og austan.
Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 14.11.2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir aðveitustöð á landinu og er afmörkuð lóð fyrir hana í tillögunni.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 12. mars til 24. apríl 2015. Á sama tíma er skipulagstillagan á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: http//www.egilsstadir.is.
Þeir sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudagsins 24. apríl 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarnefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Fljótsdalshéraði 12.03.2015
skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.