Tillaga að deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði ásamt umhverfisskýrslu skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 07.05.2014. Skipulagssvæðið afmarkast eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti og er í landi Egilsstaða 2/Kollstaða á Fljótsdalshéraði. Gert er ráð fyrir að náman taki yfir 21.000 m2 og efnismagni allt að 80 - 100000 m3

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 14. maí til 25. júní 2014. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með miðvikudeginum 25. júní 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarnefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.


Fljótsdalshéraði 14.05.2014

skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.