- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Deiliskipulagslýsing er sett fyrir breytingu á deiliskipulagi á iðnaðarsvæði Lagarfossvirkjunar (I3). Lýsingin er unnin í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Svæðið sem lýsingin nær til er iðnaðarsvæði I3 Lagarfossvirkjun skv. Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028. Fyrirhuguð breyting gerir ráð fyrir að reistar verði tvær vindmyllur, samtals allt að 10 MW á iðnaðarsvæðinu.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti deiliskipulag fyrir Lagarfossvirkjun og nágrenni þann 15. júní 2005.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð.
Tillagan er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs.
Kynningarfundur verður þann 28. nóvember nk. milli 13:00 og 15:00 í Miðvangi 31, Egilsstöðum.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 4. janúar 2020. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@fljotsdalsherad.is og dandy@fljotsdalsherad.is eða í bréfpósti að Lyngási 12, Egilsstöðum.