Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áform um Kröflulínu 3, 220 KV háspennulínu sem liggur samsíða Kröflulínu 2, frá Kröflu austur í Fljótsdal, eins og sýnt er á uppdrætti dags. 21. janúar 2014.
Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu er almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík frá og með fimmtudeginum 13. mars 2014 til og með föstudeginum 25. apríl 2014. Á sama tíma eru skipulagsgögnin til kynningar á heimasíðu Fljótsdalshérað http//www.egilsstadir.is.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25.04.2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Fljótsdalshéraði 13.03.2014
Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.