Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Efri Jökuldalur

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 18. september sl., að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna áforma um uppbyggingu ferðaþjónustu að Grund í Jökuldal, sbr. 30. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan felur í sér að tilgreint er verslunar- og þjónustu svæði að Grund og opið svæði austan árinnar. Tilgangur breytingarinnar er að auðvelda ferðafólki að njóta náttúru svæðisins og að innviðir séu fyrir hendi til að taka við vaxandi gestafjölda.

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Jafnframt auglýsir Fljótsdalshérað samhliða deiliskipulagstillögu fyrir Stuðlagil, Grund.

Samkvæmt tillögunni eru helstu markmið deiliskipulagsins að skapa framtíðarsýn fyrir móttöku ferðamanna á Grund í Jökuldal með aðstöðusköpun til að taka á móti gestum á svæðinu.

Tillagan er sett fram á: 

Tillagan er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs og liggur frammi á bæjarskrifstofu að Lyngási 12, Egilsstöðum.

Kynningarfundur var 5. nóvember en frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 9. desember 2019. Athugasemdir skal senda í tölvupósti til gunnlaugur@fljotsdalsherad.is og dandy@fljotsdalsherad.is eða í bréfpósti í Lyngás 12, 700 Fljótsdalshéraði.