- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tillaga að 2 deiliskipulögum - Kaldá á Völlum og Stóra-Sandfell 3, 4 og 5 Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með 2 deiliskipulagstillögur skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 22.10.2014.
Kaldá á Völlum:
Skipulagssvæðið afmarkast af Kaldá að sunnan, línu samsíða þjóðvegi að austan og landamerkjum við Kaldá 2 að norðan og vestan. Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér skipulag fyrir þrjú lítil frístundahús hvert um sig 96 m2 að stærð. Byggingareitir eru afmarkaðir.
Stóra-Sandvell III, IV og V:
Skipulagssvæðið nær yfir lóðir Stóra-Sandfells 3,4 og 5. Deiliskipulagið felur m.a. í sér skipulag fyrir íbúðarhúsi og gistirými fyrir ferðamenn í stakstæðum húsum og litlum gistihúsum og tjaldsvæði.
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 12. febrúar til 26. mars 2015. Á sama tíma eru skipulagstillögurnar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: http//www.egilsstadir.is.
Þeir sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með fimmtudagsins 26. mars 2015.
Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og framkvæmdanefndar á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Fljótsdalshéraði 12.02.2015
skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.