Tilkynning um meirihlutasamstarf á Fljótsdalshéraði

Tilkynning um meirihlutasamstarf á Fljótsdalshéraði

Fréttatilkynning

Fulltrúar Á-, D- og L-lista hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Fljótsdalshérað. Málefnasamningur liggur fyrir og verður ræddur í félögum sem standa að baki framboðunum. Efni samningsins verður kynnt síðar í vikunni. Skipt hefur verið í nefndir og framboðin hafa skipt með sér embættum. D- og L-listi skipta með sér embætti forseta bæjarstjórnar og verður bæjarfulltrúi L-lista forseti fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Þann tíma tekur fulltrúi D-lista sæti í bæjarráði og fulltrúi L-lista situr fundi sem áheyrnarfulltrúi. Á-listinn tekur formennsku í bæjarráði allt kjörtímabilið. Fulltrúar allra lista, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn, hafa samið við Björn Ingimarsson bæjarstjóra um áframhaldandi störf. Nánari upplýsingar um áherslur og hugmyndir í samstarfi framboðanna verður kynnt í tengslum við fyrsta bæjarstjórnarfund.

                                                                                  Anna Alexandersdóttir D-lista

                                                                                  Gunnar Jónsson Á-lista

                                                                                  Sigrún Blöndal L-lista