Nú fer hver að verða síðastur að tilkynna lögheimilisflutning.
En lögum samkvæmt á slíkt að gerast fyrir 1. desemeber ár hvert. Allir þeir sem búsettir eru á Fljótsdalshéraði en voru ekki með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að fylla út þar til gerða flutningstilkynningu til Hagstofunnar og tilkynna rétt lögheimili. Sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins, en tilkynna ber flutning innan 7 daga frá því af honum varð. Eyðublöðin er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins og einnig má finna þau á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað áskilur sér rétt til að kæra þá íbúa, sem ekki tilkynna sig, en eiga samkvæmt lögheimilslögum að vera skráðir með heimili sitt í sveitarfélaginu.