Vakin er athygli íbúa í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði á því, að nú er spáð snjókomu og vindi í kvöld og á morgun og því hætta á að mikil ófærð verði af þeim sökum. Bílaeigendur er hvattir til að leggja ekki bílum sínum í vegköntum eða út við ruðninga, því það torveldar snjóruðning og einnig skapast hætta á að bílar geti skemmst þegar ruðningstækin fara framhjá. Vonast er til að íbúar sýni þessu skilning og reyni að finna heppileg stæði fyrir bílana á meðan óveðrið gengur yfir.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.