Tilkynning til íbúa í þéttbýlinu vegna snjómoksturs

Vakin er athygli íbúa í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði á því, að nú er spáð snjókomu og vindi í kvöld og á morgun og því hætta á að mikil ófærð verði af þeim sökum. Bílaeigendur er hvattir til að leggja ekki bílum sínum í vegköntum eða út við ruðninga, því það torveldar snjóruðning og einnig skapast hætta á að bílar geti skemmst þegar ruðningstækin fara framhjá. Vonast er til að íbúar sýni þessu skilning og reyni að finna heppileg stæði fyrir bílana á meðan óveðrið gengur yfir.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.