Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsstjóra

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkt þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 1. apríl 2015 og gerir ráð fyir því að við greinargerðina er bætt kafla 9.22 afþreyingar og ferðamannasvæði AF1 baðstaður við Urriðavatn, jafnframt er breytt landnotkun eins og fram kemur í tillögunni.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 08.04.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir ylströnd og byggingar henni tengdar.

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 frá og með miðvikudeginum 6. maí nk. til fimmtudagsins 18. júní 2015 og aðalskipulagsbreytingin hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, www.egilsstadir.is eða hér.

Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til fimmtudagsins 18. júní 2015. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 700 Egilsstaðir.


Umhverfis-og skipulagsfulltrúi Fljótsdalshéraðs.