Tilkynning frá umboðsmanni jólasveinsins

Umboðsmaður jólasveinsins á Egilsstöðum tilkynnir að tekið verður á móti pökkum í herrafataverslun Þórs, Lagarási 8, dagana 22. og 23. desember milli klukkan 12 og 22. Gjald fyrir pakka er 1.000 krónur sem greiðist með reiðufé á staðnum. Dreifing verður á milli klukkan 9 og 14 á aðfangadag.

Umboðsmaður vill jafnframt koma því á framfæri að hann hyggst setjast í helgan stein um áramót og hætta störfum. Þá minnir hann á að merkja verður pakkana vel með nafni og heimilisfangi.