Engin staðfest smit hafa nú greinst á Austurlandi undanfarna þrjá sólarhringa. Þau eru sjö talsins í heildina. Vel hefur gengið að fá niðurstöðu úr sendum sýnum og flöskuháls sem þar var ekki lengur til staðar.
Áttatíu og einn einstaklingur er í sóttkví. Þeim fækkað um sautján frá í gær þegar þeir voru níutíu og átta.
Skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands er nú í gangi. Gert var ráð fyrir þúsund skimunum í upphafi sem fram færu í dag og á morgun. Ákveðið var að bæta einum degi við og skima á mánudag einnig. Fjöldi skimaðra á Austurlandi því fimmtán hundruð í heildina þegar yfir lýkur.
Sýni hafa þegar verið send með flugi til greiningar úr skimun frá í morgun. Fyrstu niðurstaðna er að vænta á mánudag, hugsanlega á morgun ef vel gengur. Þeim ætti svo að vera lokið um eða upp úr miðri næstu viku. Niðurstöður verða kynntar um leið og þær berast.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.