Smit hefur ekki komið upp á Austurlandi undanfarna tvo sólarhringa. Þau eru alls sjö talsins.
Í sóttkví eru 98 einstaklingar og hefur þeim þá fækkað um 52 frá því í gær.
Á sama tíma og við höfum ástæðu til að gleðjast yfir hlutfallslega fáum smitum hér á Austurlandi þykir aðgerðastjórn rétt að árétta að skjótt geta veður skipast í lofti. Við þurfum því sem fyrr og í sameiningu að fylgja öllum leiðbeiningum í hvívetna. Er þar meðal annars vísað til ábendinga Almannavarna og sóttvarnalæknis um að halda ekki til fjalla og að láta sumarbústaðaferðir eiga sig. Hvorutveggja getur lagt þá stöðu sem við búum við í tvísýnu.
Aðgerðastjórn áréttar einnig að íbúar fækki ferðum sem mest í matvöruverslanir og geri þá stærri innkaup í hverri ferð. Þá er brýnt að fylgja leiðbeiningum í verslunum svo og frá starfsfólki enda er álag þar mikið og ekki meira á þá starfsemi leggjandi.
Höldum ró okkar en einnig vöku, styðjum hvert annað og hjálpumst að í þessari baráttu hér eftir sem hingað til.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.