Til notenda á veitusvæði HEF

Viðgerðum er nú lokið á miðlunartanki hitaveitunnar og hefur hann verið tekinn í notkun að nýju. Loft hefur safnast í ofna með tilheyrandi skruðningum og hamagangi. Óþægindi sem notendur hafa fundið fyrir verða því senn að baki.

Hitaveitan beinir því til notenda að yfirfara ofnakerfi, lofttæma ofna, hreinsa síur og gera sig klára fyrir veturinn. Því er sérstaklega beint til sumarhúsaeigenda sem tengdir eru Vallaveitu að þeir hugi að hitakerfum í sumarhúsum sínum.

Hitaveitan býður þeim sem þurfa aðstoð, og má óska eftir henni í síma 470 0787.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem notendur hafa fundið fyrir.

Starfsfólk Hitaveitu Egilsstaða og Fella