Til íbúa Fljótsdalshéraðs

Vegna veðurútlits má ætla að snjómokstur bæjarfélagsins raskist eitthvað um hátíðarnar. Samkvæmt áætlun er reiknað með að helstu götur bæjarins verði opnaðar á annan dag jóla, en ekki er áætlað að snjómokstur fari fram á jóladag. 

Hægt er að sjá upplýsingar um snjómokstur á aðalvegum í dreifbýli á heimasíðu Vegagerðarinnar. Mokstur heimreiða í dreifbýli verður með hefðbundnum hætti og sinnt eftir því sem tök verða á.

Frekari upplýsingar um snjómokstur er hægt að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs á slóðinni: http://www.fljotsdalsherad.is/index.php?option=com_content&view=article&id=137&catid=147&Itemid=166

Vegfarendum er bent á að kanna vel færð og veðurhorfur áður en lagt verður  í lengri ferðalög. 


Með ósk um gleðileg  jól.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Fljótsdalshéraðs.