Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs auglýsir laust starf félagsráðgjafa og afleysingu í eitt ár fyrir þroskaþjálfa. Um er að ræða 100% störf á fjölbreyttum vettvangi félagsþjónustu hjá sveitarfélagi sem hefur á að skipa samhentum hóp starfsmanna. Starf félagsráðgjafans er laust frá 1. júní n.k. en afleysing þroskaþjálfans er frá 1. ágúst n.k.
Starfssvæði félagsþjónustunnar nær yfir sex sveitarfélög frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri.
Helstu verkefni félagsráðgjafa
Barnavernd
Félagsleg ráðgjöf og önnur verk innan félagsþjónustu
Helstu verkefni þroskaþjálfa
Mat á þjónustuþörf fatlaðs fólk
Stuðningur við fjölskyldur fatlaðra barna/ungmenna, þátttaka í þjónustuteymum og eftirfylgd úrræða fyrir fatlað fólk
Félagsleg ráðgjöf og önnur verk innan félagsþjónustu
Við leitum að einstaklingum með
Starfsréttindi í félagsráðgjöf / þroskaþjálfun eða með sambærilega menntun
Reynslu af starfi innan félagsþjónustu og barnaverndar
Þekkingu og reynslu af málefnum fatlaðs fólks
Skipulagshæfileika
Lipurð í mannlegum samskiptum
Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
Bílpróf
Íslenskukunnáttu
Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi félög.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, fyrir 1. apríl n.k.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 470 0705 og á netfangi gudrunf@egilsstadir.is
Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: www.fljotsdalsherad.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.