Þrír frá Hetti á EM í fimleikum - Bein útsending í Sláturhúsinu

Á morgun, miðvikudag, hefst Evrópumótið í fimleikum og stendur það yfir í 4 daga. Fimleikadeild Hattar á keppendur sem eru í tveimur liðum, þá Stefán Berg Ragnarsson og Kristinn Má Hjaltason sem eru í drengjalandsliði, junior, og Valdís Ellen Kristjánsdóttur sem er í blönduðu liði, seniors.

Af þessu tilefni ætlar Fljótsdalshérað og fimleikadeild Hattar að bjóða fimleikaunnendum að fylgjast með beinum útsendingum á stórum skjá í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á meðan mótinu stendur yfir. Þetta verður sannkölluð fimleikaveisla og verður hægt sjá færasta fimleikafólk í Evrópu framkvæma ótrúlegar æfingar. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að sameinast og mynda stemmningu í kringum mótið og styðja við bakið á íslensku liðunum.

Útsendingar verða á þessum tíma:
Miðvikudagur 15. október - keppni hefst kl. 17.00
Fimmtudagur 16. október - keppni hefst kl. 16.00
Föstudagur 17. október - keppni hefst kl. 15.30
Laugardagur 18. október - keppni hefst kl. 11.00

Útsendingarnar eru ýmist á íþróttarásinni eða RÚV og hér má finna nákvæmar tímasetningar.