Þrír dagar í Ormsteitið

Nú eru aðeins þrír dagar í að Ormsteitið hefjist. Karnivalið er í fullum undirbúningi í Sláturhúsinu og litskrúðugir búningar renna undan saumavélunum. Enn vantar fólk til að klæðast búiningunum á föstudaginn, ganga á stultum og blása eldi. Hægt er að skrá sig til þátttöku í karnivalinu á www.ormsteiti.is Nú er verið að setja upp seríur við Kaupvang,  Bragginn er að klæða sig í sparifötin og umhverfið að taka á sig mynd sem minnir helst á evrópskan útimarkað.