Þorri blótaður í Fellum

128. þorrablót í Fellum verður haldið í Fjölnýtihúsinu í Fellabæ, laugardaginn 2. febrúar og opnar húsið kl. 19.01 samkvæmt tímatali Fellamanna, eins og segir í auglýsingu sem undirbúningsnefndin hefur sent út. Í henni kemur einnig fram að atriði í dagskránni geti sært viðkvæma. 

Enn fleiri blót á Héraði verða svo haldin um þar næstu helgi svo sem þorrablót Eiða- og Hjaltastaðaþinghár laugardaginn 9. febrúar. Þá verður þorrablót Tungumanna 23. febrúar.