Þorrablót um helgina

Enn er blótað á Þorra. Um næstu helgi eru þorrablót á tveimur stöðum á Héraði. Fellablótið fer fram í Fjölnotahúsinu í Fellabæ föstudaginn 28. janúar og Vallablótið verður haldið á Iðavöllum laugardaginn 29. janúar. Vegna þorrablóts Fellamanna, 28. janúar, verður fjölnotahúsið lokað miðvikudaginn 26. janúar kl. 13.00 en opnað á ný fyrir íþróttaæfingar á mánudagsmorgni, 31. janúar samkvæmt tímaskrá.

Föstudaginn 11. febrúar verður síðan haldið sameiginlegt blót þeirra Eiða- og Hjaltastaðarþinghármanna í Hjaltalundi og í Skriðdalnum verður blótað laugardaginn 12. febrúar á Arnhólsstöðum. Í Hróarstungunni, í Tungubúð, verður svo haldið þorrablót laugardaginn 19. febrúar og loks verður þorrablót Jökuldælinga og Jökulsárhlíðarmanna í Brúarási laugardaginn 5. mars.

Þá munu nágrannarnir í Borgarfjarðarhreppi blóta í Fjarðarborg laugardaginn 22. janúar og í Fljótsdalshreppi verður blótað í Végarði laugardaginn 5. febrúar.