Þorrablót Tjarnarlands

Þorri var blótaður í leikskólanum Tjarnarlandi í dag, föstudaginn 26. janúar.

Samkoma var í sal leikskólans þar sem börn og kennarar komu saman og sungu, dönsuðu og skemmtu hvert  öðru með ýmsum atriðum. Einnig komu dansarar úr þjóðdansafélaginu Fiðrildunum og sýndu börnunum þjóðdansa og þjóðbúninga. Í hádeginu var svo snæddur hefðbundinn þorramatur.