Þorpið fær heimasíðu

Evrópuverkefni Þorpsins, Creative Communities, var kynnt á Hótel Héraði á föstudaginn var. Þorpið er samhæft tilraunaverkefni eða miðstöð á fjórum stöðum á Austurlandi, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Borgarfirði. Ágæt mæting var á kynninguna og spunnust áhugaverðar umræður eftir innlegg fyrirlesara.

Jafnframt var opnuð heimasíða Þorpsins, http://make.is þar sem verkefnin og lista- og handverkfólk á Austurlandi eru kynnt. Hönnuðir síðunnar eru Karna Sigurðardóttir og Viktor Sebastian. Heimasíðan er enn sinn aðeins á ensku en fyrirhugað er að bæta úr því hafa hana einnig á íslensku.