Þjónusta ríkis og sveitarfélaga á Netinu

Fyrir stuttu var opnuð á Netinu upplýsinga- og þjónustuveita fyrir almenning með upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þar verður hægt að finna hagnýtar upplýsingar og fjölda tilvísana í efni og þjónustu sem finna má á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga.

Upplýsingarnar eru á þremur tungumálum auk íslensku, þ.e. ensku, króatísku og pólsku.

Á Ísland.is, www.island.is  eru 12 efnisflokkar. Þetta eru flokkar um aðstæður fólks í lífinu. Yfirlit er yfir stóran hluta eyðublaða og umsókna sem er á opinberum vefjum. Í fyrstu útgáfu er yfir 1.200 eyðublöð á vefnum. Grunnupplýsingar er um öll sveitarfélög og stofnanir á vegum ríkissins.

Sérstakri veftengingu á þessa þjónustuveitu hefur verið komið fyrir á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir gáttunum Íbúar og samfélag og Stjórnsýslan og Fljótsdalshérað.

Ísland.is er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og hefur forsætisráðuneytið haft umsjón með gerð þjónustuveitunnar.