vegaHÚSIÐ og 9. bekkur Egilsstaðaskóla hafa í vetur haft samstarf þar sem nemendunum er gefinn kostur á að vinna gamalt þjóðlag eftir sínu höfði og taka það upp í framhaldinu. En öndvegis hljóðupptöku- og æfingaraðstaða er í Sláturhúsinu, þar sem vegaHÚSIÐ er staðsett.
Fyrir áramót riðu strákarnir í 9. bekk á vaðið og tóku upp þrjú lög og eitt þeirra, Grýlukvæði, rataði inn á Rás 2. Afraksturinn er svo fluttur opinberlega og komu strákarnir fram á jólaskemmtun fyrir jól og slógu í gegn. Nú eru það stelpurnar í bekknum sem eru í upptökum og ætla í framhaldinu að flytja lögin á árshátíð skólans í maí og jafnvel gefa út disk til fjáröflunar.
Annars hafa skólarnir í sveitarfélaginu verið duglegir í vetur að nýta sér það sem um er að vera í Sláturhúsinu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.