Þjóðlög í nýjum búningi

vegaHÚSIÐ og 9.  bekkur Egilsstaðaskóla hafa í vetur haft samstarf þar sem nemendunum er gefinn kostur á að vinna gamalt þjóðlag eftir sínu höfði og taka það upp í framhaldinu. En öndvegis hljóðupptöku- og æfingaraðstaða er í Sláturhúsinu, þar sem vegaHÚSIÐ er staðsett.

Fyrir áramót riðu strákarnir í 9. bekk á vaðið og tóku upp þrjú lög og eitt þeirra,  Grýlukvæði, rataði inn á Rás 2. Afraksturinn er svo fluttur opinberlega og komu strákarnir fram á jólaskemmtun fyrir jól og slógu í gegn. Nú eru það stelpurnar í bekknum sem eru í upptökum og ætla í framhaldinu að flytja lögin á árshátíð skólans í maí og jafnvel gefa út disk til fjáröflunar.

Annars hafa skólarnir í sveitarfélaginu verið duglegir í vetur að nýta sér það sem um er að vera í Sláturhúsinu.