Þjóðleikur - stærsta leiklistarhátíð Íslandssögunar

Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð Íslands verður með uppskeruhátíð á Fljótsdalshéraði helgina 24. apríl – 26. apríl. Það eru á annað hundrað börn og unglingar á aldrinum 13 ára – 20 ára sem taka þátt í hátíðinni og setja upp fyrir okkur 3 verk í 14 mismunandi uppfærslum.


Það eru á annað hundrað ungmenni sem skipa 13 leikhópa af öllu Austurlandi sem taka þátt í leiklistarhátíðnni. Sett verða upp þrjú ný leikverk eftir Bjarna Jónsson, Sigtrygg Magnason og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann en öll leikverkin voru skrifuð sérstaklega fyrir þennan viðburð. Hver hópur hefur frumsýnt í sinni heimabyggð en ungmennin koma allt frá Vopnafirði að Höfn í Hornafirði. Námskeið voru haldin í Þjóðleikhúsinu og á Höfn í Hornafirði fyrir stjórnendur hópanna þar sem þeir nutu aðstoðar og faglegrar leiðsagnar sérfræðinga. Verkefnið er liður í Þjóðleik, leiklistarhátíð ungs folks á Austurlandi sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Þjóðleikur hefst með formlegri opnun og móttöku Þjóðleikhússtjóra í Minjasafni Austurlands kl. 12.00 föstudaginn 24. apríl. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðað komu sína á opnun Þjóðleiks og kemur hann til með að fylgjast með sýningum á föstudeginum. Einnig er von á Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra.

Höfundar og verkin þeirra
Bjarni Jónsson er höfundur verksins „Ísvélin“. Bjarni er leiklistarfræðingur að mennt og hafa verk eftir hann verið sett upp af fjölmörgum leikhúsum.  Útvarpsleikhúsinu. Hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna og Norrænu leikskáldarverðlaunanna.

Um Ísvélina
Leikritið fjallar um unglinga sem sjá um rekstur sjoppu foreldra sinna. Verkið var skrifað í upprunalegri mynd í fyrrasumar, það er að segja fyrir efnahagskreppuna. Hann sá sér því ekki annað fært en að endurskrifa stóran hluta af verkinu í ljósi atburða síðastliðið haust.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann lærði leiklist við The University of Georgia í Bandaríkjunum og útskrifaðist hún þaðan árið 2003. Hún hefur starfað sem leikkona og leikskáld síðan ásamt öðrum störfum tengdu leikhúsi.

Um Dúkkulísu
Elva fékk hugmyndina af verki sínu þegar hún tók að sér ballgæslu í grunnskóla, en þar var verkefnið „Hugsað um barn“ í fullum gangi á sama tíma.

Sigtryggur Magnason hefur verið tilnefndur til Grímuverðlaunanna en það var fyrir verkið „Yfirvofandi“. Sigtryggur starfaði sem fjölmiðlamaður á árum áður en er núna aðstoðamaður menntamálaráðherra.

Um Eftir lífið
Verkið gerist eftir lífið. Helgi Eysteinsson 59 ára gamall vörubílsstjóri deyr en vaknar upp á óræðum stað í líkama 15 ára stúlku. Hann kemst fljótt að því að eftir lífið eru allir unglingar.

Leikhóparnir
Verkið „Eftir lífið“ eftir Sigtrygg Maganson verður flutt af leikhópnum Sinfóníuhljómsveit Hólmfríðar úr Hallormsstaðaskóla í leikstjórn Jóns Gunnars Axelssonr, leikhóp Grunnskóla Eskifjarðar í leikstjórn Önnu Bjargar Sigurðardóttur og Svanhvítar Yngvadóttur. Þá verður verkið flutt af leikhóp Fellaskóla í leikstjórn Jóns Vigfússonar og Eyrúnar Hrefnu Helgadóttur með fulltyngis tónlistastjórans Drífu Sigurðardóttur. Að síðustu flytur Leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands verkið í leikstjórn Katrínar Halldóru Sigurðardóttur.

„Ísvélin“ eftir Bjarna Jónsson verður flutt af leikhópnum Krísu frá Seyðisfirði í leikstjórn Snorra Emilssonar, leikhóps frá Grunnskóla Reyðafjarðar í leikstjórn Bryndísar Júlíusdóttur og Unnar Sveinsdóttur og leikhópnum Leikhús draumanna í leikstjórn Sigríðar S. Sverrisdóttur og Fanneyar B. Friðriksdóttur. Þá flytur leikhópurinn Lopi frá Hornafirði í leikstjórn Magnúsar J. Magnússonar verkið.

Verkið „Dúkkulísa“ eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann verður flutt af leikhópnum Bastarð frá Egilsstaðaskóla í leikstjórn Gunnars Heiðberg Gestssonar, leikhóp Nesskóla í Neskaupstað í leikstjórn Gríms Magnússonar og leikhóp Grunnskóla Borgarfjarðar eystra í leikstjórn Þrastar Árnasonar. Þá flytur leikhópurinn Vera frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar verkið og að síðustu er upptalinn leikhópurinn Lopi frá Hornafirði sem flytur verkið „Dúkkulísa“ í leikstjórn Magnúsar J. Magnússonar.

Hér má finna ýmsar upplýsingar um Þjóðleik s.s dagskrá lokahátíðar, tímasetningar og staðsetningar viðburða:

Þjóðleikur sýningaáætlun:

Dagskrá Þjóðleiks er eftirfarandi:

 Föstudagur 24. apríl
Sláturhús – upp hægri
Kl. 15.00 - Eftir lífið – Grunnskóli Eskifjarðar
Kl. 17.00 - Eftir lífið – Leikhópur Fellaskóla
Kl. 19.00 - Eftir lífið – Djúpið – Leikhópur VA

Sláturhús – frystiklefi
Kl. 14.00 – Ísvélin – Krísa – Seyðisfirði
Kl. 16.00 – Ísvélin – Grunnskóli Seyðisfjarðar
Kl. 18.00 – Ísvélin – Leikhús draumanna – Vopnafirði

Valaskjálf
Kl. 15.00 – Ísvélin – Lopi – Hornafirði
Kl. 16.00 – Dúkkulísa – Lopi – Hornafirði
Kl. 18.00 – Eftir lífið – Leikhópur FAS – Hornafirði

Sláturhús – uppi vinstri
Kl. 14.00 – Dúkkulísa – Grunnskóli Borgarfjarðar eystra
Kl. 16.00 – Dúkkulísa – Nesskóli – Neskaupstað

Laugardagur 25. apríl
Sláturhús – uppi hægri
Kl. 10.00 – Eftir lífið – Djúpið – Leikhópur VA
Kl. 14.00 – Eftir lífið – Leikhópur FAS – Hornafirði
Kl. 16.00 – Dúkkulísa – Bastarður – Egilsstaðaskóla
Kl. 18.00 – Eftir lífið – Leikhópur – Grunnskóla Eskifjarðar

Sláturhús – frystiklefi
Kl. 11.00 – Eftir lífið – Sinfóníuhljómsveit Hólmfríðar – Hallormsstaðaskóla
Kl. 13.00 – Ísvélin – Grunnskóli Reyðarfjarðar
Kl. 17.00 – Ísvélin – Leikhús draumanna – Vopnafirði
Kl. 18.00 – Ísvélin – Krísa - Seyðisfirði

Valaskjálf
Kl. 10.00 – Eftir lífið – Leikhópur FAS – Hornafirði
Kl. 14.00 – Ísvélin – Lopi – Hornafirði
Kl. 15.00 – Dúkkulísa – Lopi – HornafirðiSláturhús – uppi vinstri
Kl. 11.00 – Dúkkulísa – Nesskóli – Neskaupstaður
Kl. 13.00 – Dúkkulísa – Leikhópurinn Vera, Grunnskóli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar
Kl. 17.00 – Dúkkulísa – Grunnskóli – Borgarfjarðar eystra

Sunnudagur 26. apríl
Sláturhús – uppi til hægri
Kl. 11.00 – Dúkkulísa – Bastarður – Egilsstaðaskóla

Sláturhús – frystiklefi
Kl. 12.00 – Eftir lífið – Sinfóníuhljómsveit Hólmfríðar – Hallormsstaðaskóla

Sláturhús – uppi vinstri
Kl. 12.00 – Dúkkulísa – Leikhópurinn Vera – Grunnskólar Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar


Hægt verður að fá Þjóðleiks – armband sem gildir sem aðgöngumiði á allar leiksýningar Þjóðleiks. Þau kosta aðeins 2000 krónur og  er hægt að kaupa þau í Sláturhúsinu.