Mikið verður um að vera á Egilsstöðum 16. og 17. júní, á Þjóðhátíðardegi Íslands. Fjölskylduhátíð verður í Tjarnargarðinum síðdegis mánudaginn 16. júní, þar sem Leikhópurinn Lotta mun sýna leikritið Hrói Höttur í boði Tannlæknastofu Austurlands og VHE klukkan 18.00. Á þjóðhátíðardaginn sjálfan verður einnig margt um að vera og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis verður boðið upp á andlitsmálningu, legósamkeppni, hoppukastala, kassabílarallý og þá er glæsileg hátíðardagskrá sem lýkur með hinni árlegu fimleikasýningu Fimleikadeildar Hattar. Dagskrána má finna í heild sinni hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.