- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní á Héraði með fjölbreyttri dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Vegna rigningarspár á morgun, 17. júní, hefur verið ákveðið að dagskráin fari að mestu fram í og við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Þannig verður tjaldi komið þar fyrir svo betur fari um sum dagskráratriðin.
Barnadagskrá
10:00 Legófjör í boði Verkfræðistofu Austurlands við Íþróttamiðstöðina
Krakkar á aldrinum 5-12 ára skila inn verkum úr legókubbum þemað er furðuhlutir
utan úr geimnum. Mótttaka verka við Minjasafnið kl. 10:00-11:00 í fylgd foreldra.
Viðurkenning fyrir 3 áhugaverðustu verkin í hátíðardagskrá.
Verkin verða til sýnis þennan dag í Minjasafninu.
11:00 Barnadagskrá í boði Íslandsbanka, Malarvinnslunnar og HJH - við Íþróttamiðstöðina
- Pétur trúður
- Ballettrína
- Leikspuni
- Dans ungra stúlkna
- Ævintýri
- Brot úr leikritinu Elvis leiðin heim
- Tjarnarlandskórinn
12:00 Andlitsmálning í boði Klassík og G. Ármannsson
12:00 Blöðrusala mfl. kvenna
12:00 Fjölskyldan borðar saman. Drykkur í boði Vífilfells og pylsa á kr. 150
Allir þessir liðir fara fram í og við Íþróttamiðstöðina.
13:00 Skátamessa Egilsstaðakirkja
13:30 Skrúðganga frá Egilsstaðakirkju / allir að mæta með íslenska fána og blöðrur.
14:00 Hátíðardagskrá í Íþróttamiðstöðinni
- Tónlistaratriði
- Hátíðarræða
- Fjallkonan
- Eiða-Setta, þjóðlegt leikrit
- Tónlistaratriði
- Árleg viðurkenning Rótary
- Úrslit í legosamkeppni Verkfræðistofu Austurlands
- Dans
- Tónlistaratriði
- Fimleikaatriði
14:00 Sýning á fornbílum og forntraktorum af Fljótsdalshéraði við Minjasafnið
14:00 Fjör í Íþróttamiðstöðinni
Lukkuhús, hoppukastalar: Dóra explorer í boði Snyrtistofunnar Öldu og Fótatak,
Kalli kanína í boði Tannlæknastofunnar Egilsstöðum, ævintýrakastali í boði HEF,
Keilan í boði Miðáss og ýmsar þrautir í umsjá Fimleikadeildar Hattar.
Lukkuhjól og spákonutjald í umsjá skátanna.
Fóðurblandan býður á hestbak í umsjá æskulýðsnefndar Freyfaxa.
Sjoppusala fimleikadeildar Hattar.
Candy floss / popp.
15:30 Skátakaffi Valaskjálf
16:00 Fuglahúsasmíði í boði Húsasmiðjunnar - við Íþróttamiðstöðina
(krakkar verða að koma með hamar með sér).
16:00 Danssmiðja Tilvalið fyrir fjölskylduna að koma saman og læra
skemmtilega dansa - við Íþróttamiðstöðina
16:00 Minjasafn Austurlands - Sýningin Ást í hundrað ár verður opnuð kl. 16.00. Við það tækifæri mun Áslaug Sigurgestsdóttir kveða yndislega ástaróða fyrir gesti. Ástin og rómantíkin munu
svífa yfir vötnum og starfsstúlkur safnsins verða m.a. dubbaðar upp í dásamlega
sumarkjóla frá kjólaversluninni Gleymmérei.
Minjasafn Austurlands er opið kl. 11-17 og aðgangur ókeypis fyrir alla.
17:00 Opnun málverkasýningar Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs - í flugstöðinni Egilsstöðum
17:00 Barnaleikritið Elvis leiðin heim Leikfélag Fljótsdalshéraðs, sýnt í Bragganum
við Sláturhúsið. Miðasala við innganginn, 1.000 kr.
17:00 Sýningin Testosterone opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Samsýning grasrótarlistamanna
á Héraði: Eyjólfur Skúlason, Grétar Reynisson, Kormákur Máni Hafsteinsson, Skarphéðinn G. Þórisson og Skarphéðinn Þráinsson.
Kaffihlaðborð Hótel Héraði, hádegishlaðborð og hátíðarkaffihlaðborð
Skriðuklaustri, hátíðarkaffidiskur á Gistihúsinu Egilsstöðum,
matseðill hússins Café Nielsen, hátíðarkvöldverðarhlaðborð Hótel Hallormsstað.