Þjóðgarðastjórnun, gildi þekkingar og menntunar

Vísindagarðurinn á Egilsstöðum, Þekkingarnet Austurlands og Náttúrustofa Norðausturlands standa fyrir tveggja daga ráðstefnu, dagana 11. og 12. október, sem ber heitið Þjóðgarðastjórnun - gildi þekkingar og menntunar. Fyrri dagur ráðstefnunnar fer fram á Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst hún kl. 13.00. Sex fyrirlestrar fræðimanna verða fluttir þennan dag auk þess sem fram fara umræður. Aðalfyrirlesarinn verður prófessor emeritus dr. Stephen McCool frá Bandaríkjunum, sem er einn af virtustu fræðimönnum heims á sínu sviði.

Seinni daginn verður unnið í vinnuhópum í Snæfellsstofu, hinni nýju gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fljótsdal, og farið í vettvangsferð inn í Vatnajökulsþjóðgarð.

Ráðstefnan er öllum opinn og aðgangur ókeypis fyrir utan kostnað við mat og rútu.

Í tengslum við ráðstefnuna og í framhaldi af henni verður haldin vinnustofa um LAC (Limit of Acceptable Change) aðferðafræðina, þar sem dr. Stephen McCool verður aðalleiðbeinandinn og málstofa um hnattrænar áskoranir í umhverfismálum og hlutverk þjóðgarða, undir stjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfissérfræðings.

Dagskrá málþingsins:
13:00 - 13:15 Setning
13:15 - 14:25 Building Protected Area Stewardship in an Era of Complexity and Messiness,
Stephen McCool, Professor Emeritus, Department of Society and Conservation. The University of Montana.
14:25 - 14:50 Náttúruverðmæti, á friðlýstum svæðum,
Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
14:50 - 15:15 Þróun þjóðgarða Íslands - Störf og starfsemi,
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, sérfræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður.
15:15 - 15:40 Kaffi
15:40 - 16:05 Ferðamennska á friðlýstum svæðum,
Rannveig Ólafsdóttir, dósent við Líf- og umhver svísindadeild HÍ og sérfr. við Rannsóknamiðstöð ferðamála.
16:05 - 16:30 Stefnumótun og þróun á ferðavörum á friðlýstum svæðum,
Edward H Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
16:30 - 16:55 Menntun í þjóðgarðafræðum - mismunandi nálganir og þarfir,
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
16:55 - 17:45 Umræður / Samantekt

Nánari upplýsingar og skráning www.rannsóknatorg.is